Nótnaeyjan, inngangur að tónfræði
2.550 kr
Á lager
Vörunúmer: IS-NEYJAN
Nótnaeyjan
Inngangur að tónfræði
Þetta námsefni er ætlað nemendum sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í heim tónfræðinnar. Leitast er við að kynna og þjálfa markvisst þá þætti sem skipta veigamestu máli í nótnalestri. Bókin getur einnig nýst sem þjálfunarefni í grunnatriðum tónfræðinnar.
Í bókinni er unnið með:
• Heiti og tilgang eftirtalinna hugtaka í nótnaritun: Nótnastrengur, lína, bil, nótnahaus, aukastrik, skref, stökk, slag, nótnaleggur, fáni, bjálki, nóta, þögn.
• Nótnanafnaröðina c-d-e-f-g-a-h bæði upp og niður.
• Heiti nótna á streng í G-lykli* og að skrifa nótnahausa á streng.
• Nótur og þagnir í eftirfarandi lengdargildum: Heil, hálf, fjórðaparts, áttundaparts og sextándaparts.
• Að skrifa nótur og þagnir í ofantöldum nótnagildum.
* Sér námsefni fyrir F-lykil og C-lykil er væntanlegt.
Höfundur: Magnea Gunnarsdóttir