Fara á efnissvæði
Samtals
Ganga frá kaupum
Saxófónn

Sönglögin okkar, alto saxófónn, ný útg. 2024

4.590 kr Á lager
Ekki til á lager

Vörunúmer: IS-ALTSAX100ISL

Jón Aðalsteinn Þorgeirsson útsetti. Markmið og tilgangur sönglagasafnsins Sönglögin okkar, sem nú er gefið út í tólf mismunandi hljóðfærabókum, er að aðlaga íslensk sönglög að hljóðfæraleik þannig að vel hljómi á hvert og eitt hljóðfæri fyrir sig. Sönglögin okkar eru því aðgengileg öllum algengustu hljóðfærum. Safnið inniheldur 100 sönglög og er samansett úr íslenskum þjóðlögum, sígildum söng- og dægurlögum, sálmum og erlendum lögum sem þjóðþekkt eru með íslenskum texta. Veitir safnið því góða heildarsýn yfir íslenska sönglagahefð frá upphafi fram til dagsins í dag. Safnið nýtist öllum þeim er leika á hljóðfæri sér til skemmtunar, hljóðfæranemendum svo og þeim er leita gagna til frekari úrvinnslu sönglaganna. Í þessari nýuppfærðu útgáfu eru nokkrar nýjungar frá fyrri útgáfu. Tvær bækur bætast við heildarsafnið, fagott- og víólubók. Nokkur ný sönglög koma í stað annarra. Uppröðun lagana í hljóðfærabókunum taka nú mið af því að nokkur stígandi verði í þeim er varðar tæknilega kunnáttu, frá byrjun til loka. Fyrstu sönglögin eru auðveld byrjendum en síðan aukast kröfur jafnt og þétt. Val tóntegunda og tónsvið hljóðfæranna miðast við þær kröfur sem gerðar eru til hljóðfæranemanda á grunnstigi hljóðfæranáms. Síðustu tíu lög bókanna tengjast hátíðahaldi eins og jólum og eru aðgengileg byrjendum. Hvert lag er bókstafs hljómsett og því aðgengilegt öllum undirleikshljóðfærum