Fara á efnissvæði
Samtals
Ganga frá kaupum
Píanó/Söngur/Gítar

Rok í Reykjavík

2.990 kr Á lager
Ekki til á lager

Vörunúmer: IS-SALSA

Salsakommúnan er hljómsveit sem flytur frumsamda, dansvæna tónlist undir áhrifum frá tónlistarhefðum Suður-Ameríku með textum á íslensku. Eitt helsta einkenni sveitarinnar er rík áhersla á samspil og liðsanda, sem endurspeglast í kröftugri tónlistinni. Í bland við íslensku textana verður til nýstárleg heildarmynd þar sem þessir tveir ólíku menningarheimar mætast. Í Rok í Reykjavík - Nótnabók má finna hljómablöð og texta laga sem birtust á samnefndri breiðskífu Salsakommúnunnar. Auk hljómablaða hefur bókin að geyma stuttan inngangskafla þar sem stíleinkenni suður- amerískrar tónlistar eru kynnt, ásamt útskýringum með nótnadæmum hvernig leika eigi á hin ólíku hljóðfæri sem einkenna slíka tónlist.